Kennarar

  Margrét Arnljótsdóttir hefur starfað sem
  sálfræðingur frá árinu 1980 og unnið bæði með
  börnum og fullorðnum. Hún starfar hjá
  Heilsustofnun í Hveragerði og rekur eigin  
  sálfræðistofu að Höfðabakka 9.  
  Meginverkefni hennar nú eru klínisk meðferð
  þunglyndis og kvíða, langtímaafleiðingar ofbeldis
  eða áfalla, stress og lífskreppur auk gjörhygli (mindfulness).
Þá hefur hún á síðustu árum kennt og handleitt sálfræðinga og
geðlækna í sérnámi í hugrænni atferlismeðferð á vegum
Félags um hugræna atferlismeðferð á Íslandi. Margrét hlaut
kennaraþjálfun í gjörhygli við Háskólann í Bangor Wales árið 2005 og
Oxford Cognitive Therapy Centre árið 2008. Frá árinu 2006 hefur hún
haldið mikinn fjölda námskeiða í gjörhygli, bæði í Reykjavík og við
Heilsustofnun í Hveragerði.


  Bridget Ýr McEvoy (Bee) kemur frá Írlandi, en
 hefur búið á Íslandi síðastliðin þrjátíu ár. Hún lærði
 geðhjúkrun á Írlandi og hefur starfað sem 
 geðhjúkrunar-fræðingur í heimalandi sínu, á Akureyri
 og við Heilsustofnun í Hveragerði.
 Helstu verkefni hennar núna eru endurhæfing fólks
 með langvinna verki og viðtöl við dvalargesti HNLFÍ
 vegna hinna ýmsu lífsáfalla auk þess að kenna
  gjörhygli. Bee hlaut kennaraþjálfun í gjörhygli við Háskólanum í Bangor Wales
árið 2005, og hefur kennt hana frá 2006. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í
gjörhygli, sérstaklega fyrir hópa verkjasjúklinga. 


Anna Dóra Frostadóttir lærði klíníska sálfræði við Macquarie háskólann í Sydney, Ástralíu. Hún hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2006 og unnið á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss og í Bretlandi. Frá árinu 2011 hefur hún starfað í Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur á vegum Velferðarsviðs. Helstu verkefni hennar eru klínísk meðferð þunglyndis, kvíða og alvarlegra geðraskana. Anna Dóra hefur töluverða reynslu í að halda námskeið í hugrænni atferlismeðferð og í gjörhygli við þunglyndi, kvíða og streitu. Anna Dóra er einnig lærður félagsráðgjafi og hefur nýlega lokið Diplóma námi í mindfulness (gjörhygli) við Bangor háskólann í Wales.
 


Næstu námskeið


27. oktober - Núvitund og hugræn atferlismeðferð. (MBCT eða Mindfulness Based Cognitive Therapy) Gagnprófað og þaulreynt meðferðarnámskeið, fyrir þá sem vilja læra að fyrirbyggja endurteknar þunglyndisdýfur. Kennt á föstudögum kl 10-12 í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir: Margrét Arnljótsdóttir og Guðbjörg Daníelsdóttir 

8. november 2017 og 17. janúar 2018 - Núvitund og samkennd í eigin garð (MSC - Mindful Self Compassion) eftir Chris Germer og Kristinu Neff. Kennt er á miðvikudögum síðdegis í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir Margrét Arnljótsdóttir og Margrét Bárðardóttir Nánari upplýsingar og skráning á þessi námskeið eru hjá netfanginu gjorhygli@gmail.com