Námskeið

 

Núvitund ogsamkennd í eigin garð

 

Núvitund og samkennd í eigin garð er 8 vikna námskeið byggt á gagnreyndum aðferðum. Höfundar eru Kristin Neff og ChristopherGermer. Námskeiðið kennir grunn aðferðir og æfingar við að taka erfiðumaugnablikum  lífsins með mildi, umhyggju og skilning.

Áherslaer lögð á þrjá lykilþætti; Núvitund, sameiginlega mennsku og vingjarnleika íeigin garð. Núvitund opnar fyrir núverandi stund, þannig að við eigumauðveldara með að taka á móti því sem að höndum ber. Sameiginleg mennskahjálpar okkur að sjá hve mjög við tengjumst hvort öðru, við erum ekki ein.Vingjarnleiki í eigin garð hjálpar okkur að opna fyrir erfiðleika, og gera þaðsem við þurfum raunverulega á að halda. Saman geta þessir þrír þættir gertokkur sterk á erfiðum stundum.

Allirgeta lært að sýna sjálfum sér samkennd og mildi,  einnig þeir sem hafa ekki fengið næga hlýjuog umönnun í æsku og einnig þeir sem finna fyrir óþægindum, þegar þeir standameð sjálfum sér. Samkennd í eigin garð er hugrökk afstaða, hún bregst við þeimskaða sem við völdum óviljandi okkur sjálfum með neikvæðri innri gagnrýni, meðþví að einangra okkur, eða með því að festast í okkur sjálfum.  Samkennd í eigin garð gefur  tilfinningalegan styrk og þol, sem hjálparokkur að viðurkenna eigin galla, hvetja okkur áfram með vinsemd, fyrirgefaokkur sjálfum þegar þörf er á, tengjast öðrum af heilum hug og vera meira viðsjálf.

Sífellt fleiri rannsóknir sýna að samkennd í eigin garð hefur sterk tengslvið andlegt jafnvægi, hún minnkar kvíða, þunglyndi og streitu, eflirheilbrigðar lífsvenjur og styrkir tengsl okkar við aðra. Og þetta er auðveldaraheldur en við höldum. 

Eftir þátttöku á þessu námskeiði munt þú geta:

·      Iðkað núvitund og samkenndí eigin garð í daglegu lífi.

·      Skilið vísindin á bak við samkennd í eigin garð

·      Hvatt þig áfram með góðvild í stað gagnrýni. 

·      Höndlað erfiðar tilfinningar á auðveldari máta. 

·      Umbreytt erfiðum tengslum bæði gömlum og nýjum.

·      Tekist á við kulnun

·      Notið lífsins betur og notið samveru við sjálfa/n þigbetur.

 Við hverju má búast

Námskeiðið inniheldur hugleiðslur, stutta fræðslu,æfingar, hóp umræður og heimaæfingar. Markmiðið er að þátttakendur fái beinaupplifun af samkennd í eigin garð og geti nýtt hana í daglegu lífi.

Núvitund er erundirstaðan fyrir samkennd í eigin garð en þetta er þó ekki núvitundarnámskeið.Þetta er námskeið sem byggir upp tilfinningalegan styrk, fremur en að taka ágömlum sárum. Breytingarnar gerast eftir því sem við þroskum með okkur getunavið að vera með okkur sjálfum á vingjarnlegri og mildari máta.

MSC inniheldur 8 vikulegar kennslustundir hver um sig er3 tímar á lengd, til viðbótar er fjögurra klukkustundar langt hlédrag. Fyrirhvern tíma ættu þátttakendur að æfa núvitund og samkennd í eigin garð í amk 30mínútur daglega.

Annað

Engrar sérstakrar reynslueða kunnáttu er krafist fyrir námskeiðið. Til þess að tryggja öryggi eruþátttakendur beðnir um að gefa upp bakgrunnsupplýsingar um leið og þeir skrásig. 

Það er mælt með því að þátttakendur lesi aðra eða báðareftirfarandi bækur fyrir eða á meðan á námskeiðinu stendur:

  • ·       Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself, by Kristin Neff
  •        The Mindful Path to Self-Compassion, by Christopher Germer

 

  Núvitund leitaðu inn á við - Google námsefnið


Þann 18. og 19. nóvember 2016 verður tveggja daga vinnustofa í námsefninu "Núvitund - Leitaðu inn á við"  

Verð: 53.000

Kennarar: Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur og Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur

Vinnustofan stendur yfir í 2 daga milli kl. 9:00-17:00. Þátttakendum býðst að koma í 1 ½ klst. eftirfylgnitíma 5 vikum eftir að vinnustofu lýkur til að bera saman bækur sínar og rifja upp. 


Farið verður yfir leiðir til að þjálfa athygli, auka sjálfsþekkingu og samskiptafærni og hlúa að hjálplegu hugarfari sem gagnast í einkalífi og starfi.

 

Vinnustofan er skipulögð í samræmi við metsölubókina "Núvitund - leitaðu inn á við" eftir Chade-Meng Tan en hann er einn af frumkvöðlum fyrirtækisins Google og var falið að þróa námskeið til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Sökum velgengni þess hjá fyrirtækinu þá er það ein eftirsóttasta vinnustofan í heilsu, hamingju, leiðtogahæfni og sköpunargáfu í Bandaríkjunum um þessar mundir

 

Markmið vinnustofunnar er að þjálfa núvitund og auka tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og samkennd. 

 

Meðvinnustofunni fylgir bókin "Núvitund - leitaðu inn á við" eftir Chade -Meng Tan og hugleiðsludiskur.

 


Námskeið í MBCT

Um það bil tvisvar sinnum á ári höldum við 8 vikna löng námskeið í gjörhygli.  Kennarar hafa verið Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur, Bee McEvoy RPS og Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur.

Áherslan er fyrst og fremst reynslunám (experiencial learnig), þ.e. eigin upplifun af gjörhygli. Námskeiðið sem við bjóðum upp á byggist bæði á MBSR og MBCT. Hvert námskeið er um 26 klukkustundir. Kennt er vikulega í átta skipti og hvert skipti er um tveir til tveir og hálfur tími að lengd. Undir lok hvers námskeiðs er hittumst við í heilan dag þar sem reynir á það sem hefur lærst.

 

Hugleiðsla er stór hluti af tímunum og mikill hluti þeirra fer fram í þögn. Þess á milli eru umræður og aðrar æfingar. Átta vikna gjörhyglinámskeið kenna fólki að gæta betur að sjálfu sér og taka virkari þátt í því að bæta heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir streitu eða þjáningar sem standa í vegi fyrir því lífi sem það langar að lifa.

 

Áður en þú innritar þig í átta vikna námskeið viljum við biðja þig um að íhuga eftirfarandi:

1. Þetta er nokkuð tímafrekt námskeið. Við mælum með að þú hugleiðir í 40 mínútur á hverjum degi meðan á námskeiðinu stendur. Það er æfingin sem hjálpar þér að meta hverjir kostirnir eru. Það getur verið veruleg áskorun að finna þennan tíma.

2. Mikilvægt er að reyna að gera gjörhyglina að hluta dagslegs lífs. Auk formlegra æfinga, óskum við einnig eftir að þú einsetjir þér að æfa gjörhygli í daglegu lífi, við að borða, ganga, aka bíl, í samskiptum við aðra. Við getum verið gjörhugul hvenær sem er. Bæði formleg og óformleg æfing felst einfaldlega í því að vera fyllilega til staðar, eins og lífsframvindan er, það andartak sem er að líða.

3. Árangurinn kemur ekki strax í ljós. Það er best að binda ekki of miklar vonir við einhvern ákveðinn árangur. Það er gott ef þú getur lagt til hliðar öll markmið sem lúta að því að nýta gjörhyglina til að ná einhverjum áfanga eins og að læra að slaka á, ná tökum á verkjum eða öðlast innri ró. Það eina sem skiptir máli er að þú gerir æfingarnar af mildi og með hlýju hugarfari. Hlutverk þitt er bara að skoða og þroska innri meðvitund.

Námskeið í gjörhygli stendur í átta vikur samfellt, og til að fá sem mest út úr því er mikilvægt að mæta í alla tímana. Láttu vita ef þú einhverra hluta vegna getur ekki mætt.

Námskeiðin í gjörhygli eru haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (jarðhæð).

 

Kostnaður

Átta vikna námskeið í gjörhygli kostar 58.000 krónur og er venjulega greitt með millifærslu í banka við skráningu. Innifalið í gjaldinu er vönduð og ítarleg vinnubók svo og þrír hljómdiskar með hugleiðsluæfingum.

Við viljum þó gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að þurfa ekki að hafna þeim sem hafa einlægan áhuga og vilja til að taka þátt í námskeiði ef kostnaðurinn er það eina sem hindrar þátttöku. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í átta vikna gjörhyglinámskeiði en sérð ekki fram á að geta greitt þátttökugjald, láttu okkur þá vita og við reynum að finna leið sem gerir þátttöku mögulega. Sem betur fer er víða hægt að fá styrk til þátttöku, og atvinnurekendur, VIRK endurhæfing, félagsþjónusta sveitarfélaga og stéttarfélög hafa greitt þátttökukostnað að hluta eða öllu leyti í sumum tilvikum. Einnig má dreifa greiðslum.


Hvað segja þátttakendur?

Undir lok námskeiðsins eru þátttakendur beðnir um að skrifa nafnlaust nokkur orð um hvernig gjörhyglin hefur nýst þeim. Hér á eftir fylgja nokkrar dæmigerðar umsagnir:

 

"Ég er búin að fá tæki til að bæta lífsgæði mín. Ég ætla að halda áfram að nota þetta góða námsefni, bæði diskana og bókina til að halda áfram að læra að lifa í núinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég er viss um að bæði geðheilsa mín og líkamleg heilsa koma til með að njóta góðs af. Þið eruð einstaklega hlýjar og mildar eldmóðskonur báðar tvær. Hjartans þakkir fyrir mig."

"Þetta hefur verið lærdómsríkt og gefandi fyrir mig. Gefur mér stórt tækifæri til að öðlast betra og gæfusamara líf. Afar gott að finna hve ófullkomin maður er, þá er eitthvað að vinna með. Þakklæti og virðing eru mér efst í huga núna og gott að fá að kynnast öðru fólki sem er að kljást við erfiðleika og finna gagnkvæman skilning.

 "Ég hef lært leið til að staldra við í þeirri hraða/spennu sem ég hef lengi verið í, það er mjög mikilsvert fyrir mig að finna hversu gott það er."

"Ég hef komist á þá braut sem ég tel að henti mér að ganga. Þetta námskeið varðaði leiðina í þá átt. Her var einlægni og gleði höfð í hávegum hjá leiðbeinendum. Þið gáfuð af ykkur, t.d. með ykkar upplifun og líðan, voruð sem jafningjar. TAKK."

"Gjörhygli er eitthvað það þýðingarmesta sem ég hef lært. Öndunin, athyglin, bækur sem bent var á, huga að sjálfri mér, auka mildi, vera á staðnum og gera mér grein fyrir að gjörhyglin er í raun undirstaða þess að vera lifandi."

"Þetta námskeið hefur gefið mér aukið sjálfstraust og hjálpað mér að stýra tíma mínum og sérstaklega aukið einbeitingu í verkefnum."

"Þetta hjálpar mér að staldra aðeins við. Gefa sjálfri mér tíma að vera með sjálfri mér og njóta þess. Forgangsröðunin hefur breyst og ég er mjög sátt við það. Ég er meðvitaðri um það sem ég er að gera og skoða það líka betur. Ég er líka sáttari við mig og stolt yfir að hafa sótt þetta námskeið hjá ykkur. Takk kærlega fyrir mig."

"Það hjálpar mér mikið í daglegu lífi. Lifa meðvitað, innri friður. Gjörhyglin hefur líka áhrif í vinnu, ég á betra með að þola mikið álag."

"Ég hef tekið frá þennan tíma og litið á hann sem dýrmæta gjöf mér til handa. Mér tekst nú betur að staldra við og vera í eða njóta þess sem ég tek mér fyrir hendur - í staðinn fyrir að vera á fleygiferð inn í framtíðina. Ég gleðst enn betur yfir því smáa og er þakklát því. Ég ætla að stefna að því að setja gjörhygli inn í stundaskrána - því þetta er mér dýrmætt."

"Gjörhygli hefur verið algjör bjargvættur eftir alvarlegt umferðarslys. Hún hjálpar mér að vinna með verki, ná tökum á streitu, halda orku og draga úr þreytu og vinna með erfiðar hugsanir. Gjörhyglin hjálpar líka til við að vera meira í nútíðinni og njóta."

"Gjörhygli ætti að vera útbreidd þekking, ég er viss um að hún gerir okkur öll að betri manneskjum. Ef við skiljum okkur sjálf, skiljum við aðra betur og þá líður okkur öllum betur = meiri samkennd."

"Gjörhyglin sameinar ýmsar aðferðir/gildi í daglegu lífi sem ég hef og trúi á. Gildi sem gjarnan verða undir þegar daglegt amstur tekur yfirhöndina. Það er auðveldara er að ná í eigin persónuleg gildi þegar ég hugleiði."

 

Næstu námskeið


27. oktober - Núvitund og hugræn atferlismeðferð. (MBCT eða Mindfulness Based Cognitive Therapy) Gagnprófað og þaulreynt meðferðarnámskeið, fyrir þá sem vilja læra að fyrirbyggja endurteknar þunglyndisdýfur. Kennt á föstudögum kl 10-12 í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir: Margrét Arnljótsdóttir og Guðbjörg Daníelsdóttir 

8. november 2017 og 17. janúar 2018 - Núvitund og samkennd í eigin garð (MSC - Mindful Self Compassion) eftir Chris Germer og Kristinu Neff. Kennt er á miðvikudögum síðdegis í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir Margrét Arnljótsdóttir og Margrét Bárðardóttir Nánari upplýsingar og skráning á þessi námskeið eru hjá netfanginu gjorhygli@gmail.com