Kennslugögn

Hugleiðsludiskar

Til eru þrír hjómdiskar með hugleiðslu sem Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur leiðir, og eru þeir hluti af heimaæfingum í námskeiði um gjörhygli. Við gerð þeirra voru hljómdiskar eftir þá Jon Kabat-Zinn við Háskólann í Massachusetts og Mark Williams við Háskólann í Oxford hafðir til hliðsjónar.   

                                                                         

Á disk 1 eru tvær hugleiðslur:

1) Að skanna líkamann tekur um 40 mínútur. Þessi diskur getur haft mjög slakandi áhrif, en best er að sofna ekki.

2) Teygjur og öndun tekur um 30 mínútur. Byrjað er standandi á nokkrum einföldum jóga-teygjum, en síðan er haldið áfram að hugleiða sitjandi. Þeir sem eiga erfitt með teygjurnar, skulu gæta þess að hlusta á líkamann og gera það sem þeim sjálfum er fyrir bestu.

 

Á disk 2 er ein löng hugleiðsla sem tekur 40 mínútur og er sennilega "hjartað" í þessum diskum.

 

Á disk 3 eru þrjár mismunandi hugleiðslur:

1) 10 mínútur - leidd hugleiðsla sitjandi.

2) 20 mínútur - leidd hugleiðsla sitjandi.

3) 30 mínútur - hugleiðslan er ekki leidd heldur aðeins hringt bjöllu endrum og sinnum.

 

Ef þú hlustar á þessa diska reglubundið er líklegt að þú náir að beita gjörhygli á öðrum tímum. Þú getur dýpkað þennan hæfileika með því að draga viljandi athyglina að önduninni og líkamanum á öðrum tímum. Þessar æfingar munu auka líkurnar á að þú sért í betra jafnvægi og getir brugðist við af meira öryggi og innsæi á álagstímum.

Hver diskur kostar 1000 krónur. Hafir þú áhuga á að kaupa þá má hafa samband í netfangið gjörhygli@gmail.com

 

Næstu námskeið


27. oktober - Núvitund og hugræn atferlismeðferð. (MBCT eða Mindfulness Based Cognitive Therapy) Gagnprófað og þaulreynt meðferðarnámskeið, fyrir þá sem vilja læra að fyrirbyggja endurteknar þunglyndisdýfur. Kennt á föstudögum kl 10-12 í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir: Margrét Arnljótsdóttir og Guðbjörg Daníelsdóttir 

8. november 2017 og 17. janúar 2018 - Núvitund og samkennd í eigin garð (MSC - Mindful Self Compassion) eftir Chris Germer og Kristinu Neff. Kennt er á miðvikudögum síðdegis í 8 vikur. Kennarar eru sálfræðingarnir Margrét Arnljótsdóttir og Margrét Bárðardóttir Nánari upplýsingar og skráning á þessi námskeið eru hjá netfanginu gjorhygli@gmail.com